Kaffivél
Kaffivél
Þessi kaffivél er einstaklega sniðug, hægt að hella upp á kaffibolla hvar sem er, hún hitar vatnið upp í rúmar 90 gráður, á mjög stuttum tíma og hægt er að gera sirka 5 bolla á hleðslunni, en einnig hægt að setja heitt vatn í hana og þá dugar hún fyrir mun fleiri skipti.
Það eina sem þú þarft að gera er að setja vatn og kaffi í hana, halda takka inni í smá stund og þá hellir hún heitu kaffi í bollann sem er á kaffivélinni.
Það er hægt að nota malað kaffi, nespresso hylki og einnig Dolce hylki
Það fylgir með USB snúra til þess að hlaða kaffivélina
Það fylgir með poki til þess að setja kaffivélina í.
Þessi kaffikanna er t.d. tilvalinn fyrir vörubílstjórann og golfarann, fyrir útileguna og langar gönguferðir, eða fyrir vinnuna.